Nýársávarp um fíknifefnaglæpamennsku og fleira.

Ég óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita velsældar á nýju ári og Lögreglunni í Hafnarfirði, starfsmönnum á Stuðlum, starfsmönnum LSH. BUGL, og 33 a færi ég þakkir mínar sem og barnaverndarfulltrúum Hafnarfjarðar, Götusmiðjunni á Akurhól, og SÁÁ,  fyrir árið sem er að líða í baráttu minni til þess að ná barni út heimi fíkniefna sem heilustu á líkama og sál. Baráttu sem hvert foreldri hlýtur að heyja með öllum tiltækum ráðum til þess að koma barni til manns heilu frá heimi fíknar og glæpa sem sala fíkniefna gerir út á .

Þar er á ferð glæpamennska sem þjóðfélagið allt þarf að fordæma og tala um ræða helst  annan hvern dag , til þess að forða því að nýjir viðskiptavinir komi til sögu sem sem fíklar í hendur glæpamanna sem ganga lausir og selja eitur á torgum til þess að auðgast á þeim viðskiptum. Að sjálfsögðu eiga stjórnmálamenn að ganga fram og fordæma þá glæpi sem viðgangast fyrir framan augun á þeim hinum sömu en því miður hefur ekki verið of mikið að sjá af slíku enn sem komið er en því fleiri því betra því slíkt skapar aðhald.

Jafnframt þurfa foreldrar að vera vakandi yfir þvi að vera ekki að henda svo og svo miklum fúlgum í hendur barna sinna án skýringa í hvert fénu skuli varið sem er einungis til þess fallið að halda glæpum gangandi hvað varðar fíkniefnamarkað og viðskipti sem slík sem eru glæpur.

Verum vakandi ekki sofandi í þessum málum þau kunna að kosta mikið ef ekkert er að gert i formi aðhalds og viðspyrnu.

kv.gmaria.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur og gleðilegt nýtt ár, með kærri þökk fyrir góðar óskir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Agný

Gleðilegt ár gmaria og takk fyrir samveruna hér í þessum netheimum á árinu sem var að ljúka.  Því miður þekki ég og þó sérstaklega vissir fjölskyldumeðlimir baráttuna við fíkniefna drauginn. Þessi draugur hafði betur en ung frænka mín ekki fyrir löngu. Við þurfum öll að vera vakandi gagnvart þessum draug í sambandi við börnin og unglingana okkar, því að þessi draugur leynist víða. Óska þér og þínum góðs gengis á nýju ári.  Kær kveðja Agný.

Agný, 2.1.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Agný mín og gleðilegt ár með innilegri þökk fyrir þau gömlu hér og þar. Já það er hörmulegt að heyra um slíkt og þá átt alla samúð mína í því sambandi.

kær kveðja. gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband