Málamyndanúllþráhyggjan í ríkisbúskapnum heitir að spara aurinn en kasta krónunni.

Þvi miður er það sama að segja um ofurskattahækkanir sem ríkisstjórnin hyggst standa að, þær eru algjört glapræði í eitt lítið efnahagskerfi á tímum sem slíkum og það munu stjórnvöld uppgötva fljótlega.

Því miður er viljinn til þess að vinna að nauðsynlegum kerfisbreytingum svo sem að minnka umfang hins opinbera ekki sýnilegur í niðurskurðartillögum þessum, heldur er þjónustuskerðing og aflagðar framkvæmdir sama gamla grammófónplatan og verið hefur venjubundinn hér á landi í áraraðir.

Með öðrum orðum fækka stöðugildum sem taka oftar en ekki hvað lægst laun sem aftur skilar sér illa eða ekki á flestum stöðum.

Það er sorglegur vitnisburður þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og hefur lítið annað gert en að hefja sitt tímabil á skattahækkunum, og síðan verið upptekin við utanríkismál öllum stundum sem öll eru í flækju vegna lélegrar aðferðafræði í upphafi.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Líst illa á fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband