Hin íslenzku eftirlitskerfi hins opinbera, virka þau vel ?
Fimmtudagur, 1. október 2009
Ágæt umræða hefur farið fram á Útvarpi Sögu undanfarið varðandi eftirlitshlutverk hins opinbera til dæmis varðandi Barnaverndamál og meðferðarheimili hins opinbera og þolendur ofbeldis í einhverri mynd á stofnunum sem slíkum.
Hér á ferð stórnauðsynleg umræða einkum og sér í lagi hvað varðar það atriði að innra eftirlit hins opinbera sé virkt og þar gildi ekki einhver samtrygging um að kerfið sjálft sé alltaf allt í lagi og kerfið verji sjálft sig út í hið óendanlega burtséð frá umkvörtunum um það sem miður fer.
Tilhneiging til þess hins sama hefur því miður verið fyrir hendi og sú er þetta ritar þekkir slíkt all vel af baráttu fyrir hagsmunum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, þegar loks tókst að ræða mistök lækna sem mögulegan hluta af kerfi heilbrigðismála fyrir rúmum áratug.
Hvers konar innra eftirlit með þjónustu hins opinbera hvoru tveggja þarf og verður að vera í lagi þar sem tekið er faglega á málum hverju sinni, þannig að ekki leiki minnsti vafi á því að hið opinbera fylgi í einu og öllu þeim faglegu markmiðum laga um hvers konar starfssemi sem slíka og umkvartanir allar yfir annmörkum njóti áheyrnar og eftirfylgni.
Frá mínum sjónarhóli séð hafa þessi mál að hluta til ekki lotið yfirsýn kjörinna fulltrúa á þjóðþinginu sem heitið getur og framkvæmdavaldið í stofnunum eins konar eyðieyja í kerfinu, þar sem sömu embættismenn sitja áratugum saman. Jafnframt skortir verulega á samhæfingu stjórnsýslustiganna annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga.
Útvarp Saga á þakkir skildar fyrir að ræða þessi mál.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.