"Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár...."

" Lif og tími líður, og liðið er nú ár, bregðum blysum á loft , bleika lýsum grund. Glottir tungl og hrím við hrönn og hratt flýgur stund. "

Ég sakna þess hver áramót að heyra varla í útvarpi sem heitið geti kveðskap þann sem mér finnst tilheyra þessum tíma þar sem dulúð áraskipta og álfatrúin eru ríkjandi í þáttur. " Nú er glatt í hverjum hól, hátt nú allir kveði, hinztu nótt um heilög jól, höldum álfagleði . Fagurt er rökkrið, við ramman vættasöng, syngjum dátt og dönsum, því nóttin er svo löng. "  Mörg önnur kvæði mætti nefna í þessu sambandi en það atriði að viðhalda menningu byggist ekki hvað síst á því að heyra megi hljóma sem slíka sem víðast á öldum ljósvakans. Rímnakveðskapurinn á margt skylt við rappið sem er túlkun og tjáning líkamans í takti hljóma. Hljóðfærin eru síðan umgjörð til viðbótar en kvæðin eru gull í fjársjóði menningar.

Þessi árstími á fullt af gulli í sjóðum bara þarf að leita það uppi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband