Öfgar og múgæsing meintra umhverfissinna gegn álverum.

Mér hefur löngum runnið það til rifja hversu óendanlega mikil þversagnakennd einkennir oftar en ekki þá er hæst gala á hæðum sem umhverfissinnar , gegn vatnsaflsvirkjunum og álverum, meðan áhorf á matvælaframleiðslu í fabrikkum til sjávar og sveita er akkúrat ekki neitt.

Þeir hinir sömu hafa ekki nokkurn skapaðan hlut látið sig varða umgengni og aðferðafræði við fiskveiðar hér á landi , augnblik var ekki verið að tala um umhverfisvernd sem heildstæðan hlut ?

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslyndra bendir á það í grein í Fréttablaðinu í dag að minnsta kosti, sé 600 milljónum hent árlega í formi brottkasts matar úr sæ í hafið aftur í lélegu kerfi sem mönnum hefur enn ekki tekist að breyta til bóta.

Landbúnaður sem inniheldur æ færri bændur með  stærri matvælaframleiðslu til dæmis í mjólk er atriði sem gengur gegn öllum viðteknum viðhorfum raunverulegra umhverfisverndarsinna sem eitthvað hafa kynnt sér málin.

Framvaldir frambjóðendur úr prófkjörum flokka í stjórnmálum reyna nú hver um annan þveran að hneykslast á álverinu í Straumsvík af því það gaf Hafnfirðingum geisladisk og slá sig til umhverfisriddara að virðist í því sambandi. Menn sem sjaldan eða aldrei hafa minnstu skoðun á öðru er tengist umhverfismálum í víðara samhengi og með heildstæðara móti enn sem komið er.

 

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband