Ganga læknar erinda lyfjafyrirtækjanna ?

Bóluefni kostar fjármuni, rétt eins og ýmsar aðrar forvarnir gegn reykingum, og það er í raun mjög svo sérkennilegt að læknar skuli ekki beita sér fyrir því að koma á fót meðferðarstofnunum til þess að hjálpa þeim sem ofurseldir eru neyslu nikótíns í stað þess að taka þátt í þróun bóluefnis gegn slíku.

Hvað varð um siðalögmálin hvað varðar hagnaðarhvötina ef samstarf lækna við lyfjafyrirtæki er fyrir hendi í þessu efni ?

Hvaða bólusetning kann að vera næst á ferðinni sem hugsanlega kann að vera á boðstólum, ef til vill gegn alkóhóli og offitu til dæmis, með tilliti til þjóðhagslegra afleiðinga og kostnaði þar að lútandi ?

spyr sá sem ekki veit, en fylgist með.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband