Og Davíð dró fram smjörstykkið, ár smjörsins ?

Agnar ögn af smjéri eins konar klípa varð tilefni smásögu Davíðs Oddsonar um pólítiska baráttu hér á landi, og aðferðir í því sambandi. Alveg frá þvi að viðtal þetta við hann birtist hafa menn keppst hver um annan þveran að smyrja frásagnir með klípum af smjéri án þess þó að ræða um það hvort réttara sé að segja smjér eða smjör. Davíð hefur varla getað látið nokkuð frá sér fara nema annar hver maður væri með orð hans á vörunum nokkuð lengi, einkum þó pólítiskir andstæðingar og alveg hreint hefur það verið stórfyndið að fylgjast með þvi hvar og hvenær menn ákveða að taka fram smjörið í tíma og ótíma. Upprifjun Kastljóssins í kvöld sýndi einmitt fram á það að bara nú nýlega var fyrrverandi borgarstjóraefni Samfylkingar einmitt með smjörið með sér í viðtali við Björn Inga.

Áfram með smjörið og hver veit nema það verði notað í kosningabaráttu á næsta ári.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Fábært, það má segja smér samkvæmt orðabókinni, áfram með klípuna ...!

Gaman að slá á létta strengi líka.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.12.2006 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband