Við borgum enn hærri skatta og fáum að greiða þjónustugjöld í viðbót, eða hvað ?
Föstudagur, 4. september 2009
Þegar skattaka af hinum almenna launamanni er með því móti í " meintu góðæri " að fáir skilja í hvað allir þessir fjármunir fara með viðbótarkostnaði allra handa er greiða skal í formi gjalda í þjónustu samfélagsins, hvernig mun dæmi þá líta út í kreppuástandi ?
Jú við höfum fengið smjörþefinn af því Íslendingar er núverandi stjórnarflokkar hófu sitt starf á vordögum þar sem fyrsta verkið var að hækka skatta á landsmenn, þar sem stöðug innkoma var fyrir hendi, s.s. bensín, tóbak og áfengi, skoðun af ökutækjum, bifreiðagjöld , ríkisstjórnarútvarpsgjald, osfrv......
Var kanski búið að leiðrétta skattleysismörkin, með tilliti til verðlagsþróunar ?
Var atvinnuleysi og lækkandi kaupmáttur launa tekinn með í útreikninga þessara skattahækkana, varðandi mögulega innkomu hins opinbera í því efni ?
Getur það verið að afnema hefði átt verðtryggingu og víxlverkun launa og verðlags áður en skattahækkanir kæmu til skoðunar í atvinnuleysi og samdrætti eftir hrun ?
Ef til vill, en forgangsröðun ríkisstjórnarflokkanna varðandi mál frá upphafi valdasetu þeirra hinna sömu, virðast hafa miðast við tvö atriði.
Í fyrsta lagi að halda umsvifum hins opinbera á sama þenslustiginu og ríkti í hinu " meinta góðæri " og í öðru lagi að bjarga fjármálafyritækjum líkt og þar yxu peningar á trjánum sjálfkrafa áfram, án nokkurra annara aðgerða, en að koma saman tölum á blaði millum fjármagnseigenda, þar sem skipt var um kjólföt, annað ekki.
Ríkisstjórnin er vinstri stjórn jafnaðarmanna allra handa.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.