Eitthvað hefði heyrst úr horni ef hægri flokkar væru við stjórnvölinn.

Aldrei þessu vant heyrist ekki hósti eða stuna um þetta mál úr röðum vinstri manna enn sem komið er varðandi " einkavæðingu " í heilbrigðiskerfinu, hvað veldur ?

Öðruvísi manni áður brá, satt best að segja þar sem engu mátti breyta hér á landi nema hrópað væri einkavæðing, einkavæðing, en hluti kerfis heilbrigðismála hefur fyrir löngu verið einkavæddur með þáttöku hins opinbera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefna að byggingu einkaspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Verið er að byggja upp þjónustu, ætluð útlendingum, ekki Íslendingum.  Þeir munu áfram fá sína þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu.

Það er líklega til hellingur af fólki út í heimi sem er tilbúið að leggja land undir fót, til að fá úrlausn sinna mála fljótt og vel, þetta fólk sérstaklega í Bandaríkjunum er ekkert óvant því að þurfa að greiða fullt verð svona aðgerðir hvort sem er.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.9.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við höfum ekki efni á að sleppa þessu. Við getum það ekki heldur án þess að brjóta EES samninginn. Við getum valið á milli þess að missa þessa sérfræðinga úr landi eins og ástandið er eða yfir í meiri svona þjónustu. Ég vildi sjá að sjúkrahúsin fái svo að taka þátt í þessari samkeppni svo að spekileki verði minni frá opinberum sjúkrahúsum til einkasjúkrastofnana. Hér á ég við að þau fái að nota umfram getu sína til þessa. Þannig geti þau orðið sjálfstæðari og fengið að njóta sinna umfram tekna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.9.2009 kl. 05:36

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er alveg fáránlegt að Íslendingar megi eyða peningum sínum í heilbrigðisþjónustu á erlendri grund s.s. á norðurlöndunum til þess að kaupa þjónustuna fullu verði en megi ekki eyða peningum sínum á Íslandi til þess að kaupa þjónustuna hér. Ég lít svo á að ef þú ert ekki í biðröð eftir að fá þjónustu sem eyrnarmerkt er samfélaginu sértu ekki að fara fram fyrir aðra. Þá ertu einfaldlega ekki í röðinni og hinir komast fyrr að. Aðal málið er að reglur séu skýrar og að hið opinbera hafi ávallt forgang að ódýrri þjónustu sérfræðinga á hagstæðum kjörum og í góðum gæðum. Í kreppu eins og nú er mun hið opinbera kaupa færri aðgerðir og þannig stuðla að því að gera veru á Íslandi óbærilega fyrir fagfólk ef það má ekki selja öðrum þjónustu sína í staðinn.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.9.2009 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband