Bankarnir fjármagnaðir af lífeyrissjóðunum ?

Mér dettur það helst í hug úr því formaður þessarar nefndar lætur þetta í ljós, að enn séu hugsanlega ósagðar fréttir af raunverulegri stöðu lífeyrissjóðanna í landinu.

Löngum hefi ég rætt um lífeyrissjóðina í landinu og það afdalalýðræði sem viðgengst varðandi skipulagsmál og ákvarðanatöku, þar sem hinn almenni sjóðfélagi hefur ekkert að segja um hvernig fjárvörslu fjár sjóða er varið, sjóða sem safna fé með lögboði.

Við fáum að vita eitthvað fyrsta nóvember.

kv.Guðrún María.


mbl.is Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég veit það um lífeyrissjóðslánið sem ég tók fyrir 3 árum að afborganirnar af því hafa hækkað úr 25 þúsund á þriggja mánaða fresti í 37 þúsund krónur.  Mig munar um minna.  Og lánið sem ég tók var 1.2 milljónir.  Í dag skulda ég 1.5 milljón af því láni.  Þetta er fyrir utan húsnæðismálalánin mín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.8.2009 kl. 02:00

2 identicon

Living beyond your means............?

38 years in Iceland. but I always saved, then bought......But I was brought up in England. We do things different there........We had something that you do not have.....It was called Dicipline.......

Fair Play (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 03:50

3 identicon

Íslendingar hafa nú lagt á sig 10% sparnað í lífeyrissjóð alla æfi.  Það mundi ég nú kalla Dicipline.  Skuldir almennings eru mest vegna húsnæðiskaupa og ég  veit ekki betur en það sé svipað og i öðrum löndum.  Munurinn hér er geggjuð vísitölubinding lána og glæpalýður sem hefur gengið sjálfala og gerir enn í fjármálastofnunum landsins.  Ég óttast að Guðrún hafi rétt fyrir sér um lífeyrissjóðina.  Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að taka það sýstem allt og borga upp skuldir heimilanna í landinu, leggja kerfið niður og i framtíðinni fái allir  Íslendingar sömu ellilaun frá Tryggingarstofnun ríkisins.  Við höfum enga ástæðu til að treysta vandalusum íslenskum fésýslumönnum fyrir ellilífeyrinum okkar.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

En af hverju að bíða fram í Nóvember ?

Á að koma fleirru í skjól og fela annað ?

Ef nefndin er með upplýsingar, sem skipta fólk máli,  þá eiga þær að koma fram sem fyrst.

Birgir Örn Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Held að fair play ætti nú að nota orðið Discipline en ekki Dicipline.

 Einhvern vegin betri enska. :p

Birgir Örn Guðjónsson, 9.8.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin.

Mér skilst að tímarammi þessara nefndarstarfa sé 1.nóvember.

Ef Fair Play hefur búið 38 ár á Íslandi þá finnst mér skrítið að íslenska skuli ekki viðhöfð í skrifum, en hins vegar hefur það verið þannig gegnum tíðina að ekki má anda á lífeyrissjóðakerfið án alls konar mótmæla allra handa.

disclipline, myndi ég sennilega rita orðið mörk á ensku máli.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.8.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband