Siðrof varð til hér á landi.

Ég var að hlusta á Vilhjálm Bjarnason formann Samtaka fjárfesta í ágætu viðtali við Höskuld á Útvarpi Sögu, fyrir nokkru þar sem hann ræddi um það atriði að " SIÐROF " hefði orðið til hér á landi, þar sem menn voru allt í einu farnir að láta sér það lynda að gjá milli hópa eins þjóðfélags í launum væri eðlilegt atriði.

Það sem mér fannst vanta við þær útskýringar Vilhjálms sem þarna komu fram þess efnis að þetta siðrof hefði orðið til í bönkunum með ofurlaunasamningum, er það atriði á þar á undan kom til forsenda þess hins arna sem lá og liggur enn í því atriði að Alþingi Íslendinga heimilaði framsal og leigu á óveiddum fiski úr sjó, sem jafngilti að minu viti peningaprentun árið 1991-1992.

Í raun og veru umsnerist allt þjóðfélagið eftir þessa gjörð í formi laga, um þá hina miklu peningaumsýslu sem þessu fylgdi og stétt eftir stétt heimtaði laun til samræmis.

Með öðrum orðum undirrót þess siðrofs sem varð til er því að aðalatvinnuvegur þjóðarinnar sjávarútvegur var gerður að markaðsbraski, þar sem loftbólupeningar flæddu inn í fjármálastofnanir.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband