Náttúran hristir upp í höfuðborgarbúum.

Við höfum aðeins verið minnt á það hér á höfuðborgarsvæðinu undanfarið að við lifum í landi elds og ísa og það atriði að landið okkar er þverskorið að flekum millum landsálfa sem hreyfast til með tilheyrandi raski á svæðunum næst þeim hinum sömu.

Það er alltaf óþægileg tilfinning að upplifa jarðskjálfta og aldrei veit maður neitt hvort það boðar eitthvað annað eða ekki.

Sjálf hefi ég upplifað jarðskjálfta í tengslum við eldgos á Suðurlandi í Heklu sem og gosið í Eyjum á sínum tíma.

Vegna þess hve fljótt ég var læs las ég las meðal annars frásagnir Jóns Trausta af Kötlueldum sem aftur varð ástæða þess sennilega að mig dreymdi ekkert annað en eldgos í Eyjafjallajökli lengi lengi, enda vel innan við fermingu við þann hinn sama lestur.

Já það er eins gott að lesa passlega mikið um hlutina, eftir á að hyggja.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband