Hvernig í ósköpunum er hægt að gera " skilanefndir " að eigendum ???

Í mínum huga og samkvæmt mínum almenna skilningi á lögum jafngildir þetta því að skiptastjóri þrotabús, myndi eignast hlut í kröfugerðinni.

Ég er orðlaus.

 

úr fréttinni.

"

Samkvæmt drögum að samkomulagi sem kynnt var fyrir ríkisstjórninni í gær munu skilanefndir Kaupþings og Glitnis eignast ráðandi hlut í Kaupþingi og Íslandsbanka. Tilkynnt verður um meginatriði samkomulagsins á mánudag.

Þegar Nýju bankarnir voru stofnaðir af Fjármálaeftirlitinu (FME) síðastliðið haust fólst í þeirri ákvörðun að þeir myndu yfirtaka allar innstæðuskuldbindingar á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta af eigum bankanna sem tengdust íslenskri starfsemi. Heimildir Morgunblaðsins herma að þegar búið var að endurmeta þær eignir sem voru settar inn í Nýja Kaupþing hafi komið í ljós að virði eignanna var lægra en innstæðurnar. Því hafi gamla Kaupþing í reynd skuldað hinum nýja banka mismuninn til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Svo maður tali nú ekki um sumt fólk í þessum skilanefndum, kúlulánafólk o.s.f.

Arndís (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband