HVAÐA þingmenn munu vanvirða lýðræðið ?

Mín skoðun er sú að hver og einn einasti þingmaður sem greiðir atkvæði gegn tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun, sé þar með orðinn þess valdandi að fótum troða lýðræði íslensku þjóðarinnar.

Þar með hafa nefnilega öll orð um gegnsæi og lýðræði til handa þjóðinni, af hálfu hvaða stjórnmálaflokks sem er, um ákvarðanir í eigin málum, fallið sem hjóm eitt fyrir flokksræði og forsjárhyggju skammtímamarkmiða til handa einni þjóð.

Hafi einhvern tímann þurft að skapa þjóðarsátt um framvindu mála þá er það nú, og það atriði að forngangsraða málum sem þessu ofar þjóðarhag mun verða áfellisdómur yfir óstjórntækri ríkisstjórn þessa lands sem mun fljótlega fara frá valdataumum, verði tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla ekki niðurstaða þingsins.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Atkvæði greidd um ESB í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María !

Jú; gerfilýðræðið íslenzka, mun jú afhjúpast, á þessum næstu dögum, og við munum sjá; öll þau lítilmenni, hver selt hafa ESB nýlendu herrunum sálu sína - ódýrt; mjög ódýrt.

Þjóðarsátt; mun aldrei verða, meðan lyddu háttur frjálshyggju aflanna, fær að sprikla enn, óátalið, sem óáreitt; meðal okkar.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 03:17

2 identicon

Sæl Guðrún.

Ég styð þitt sjónarmið heilshugar !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 04:42

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Guðrún - við verðum að sýna samtöðu og opna bækurnar

guð veri með okkur

Jón Snæbjörnsson, 15.7.2009 kl. 08:38

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sammála þér Guðrún.

Kv. Sigurjon Vigfússon

Rauða Ljónið, 15.7.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innleggin ágætu bloggvinir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.7.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband