Stjórnsýslan og ákvarðanataka hér á landi.

Hvers konar stjórnendur hvar sem eru við stjórnvölinn í embættismannakerfi ríkisins, þurfa að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka eins fljótt og auðið er, en sá aldagamli vani að afgreiða mál illa og seint hefur verið viðtekin venja hér á landi, því miður.

Stjórnsýslu og upplýsingalög voru afar mikilvæg lagasetning að mínu viti en hins vegar skortir á um viðurlög varðandi það atriði að hið opinbera fari ekki að þeim hinum sömu lögum.

Virkni eins þjóðfélags hefur með það að gera hver eftirfylgni ákvarðana er, hvarvetna á hverjum tíma og það gildir að sjálfsögðu gagnvart alþingi og ráðamönnum við stjórnvölinn að fyrirbyggja hvers konar annmarka við lagasetningu og reglugerðir.

Gamli fjórflokkurinn hefur verið duglegur að troða sínum mönnum að hvar sem er við ríkisstjórnarskipti en hinn gamli valdapýramídi fjórflokksins er barn síns tíma því krafa almennings um árangursstjórnun mun verða enn hærri en áður á komandi timum.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband