Þvílíkur afdala aulaháttur, hvað skyldi þetta kosta ríkið ?

Það er með ólíkindum að lesa að enn skuli svona aðferðafræði til staðar hér á landi þ.e. að ekki sé hægt að höndla mál innan stjórnkerfisins nema þau fari heilan hring í stjórnkerfinu, sem aftur kann að verða til þess að viðkomandi málsaðili fer hugsanlega í mál við ríkið og krefst skaðabóta.

Hef ekki hugmynd um hvers eðlis mál þetta er vaxið en það breytir ekki stórfurðulegri málshringferð.

 úr fréttinni.

" Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands leysti Hannes ótímabundið frá störfum í febrúar vegna gruns um brot í starfi og fór fram á rannsókn lögreglunnar á Eskifirði. Bæði ríkissaksóknari og lögreglustjórinn á Eskifirði vísuðu málinu frá í vor vegna ónógra sönnunargagna. Það fór þá í hendurnar á landlækni og Ríkisendurskoðun, sem vísaði málinu áfram til saksóknarans sem nú hefur sent málið aftur heim í hérað. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Mál læknis sent heim í hérað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband