Málamyndablaðursfundur fulltrúa ríkisstjórnarinnar, sýndarmennska.

Þessi fundur hafði ekkert fram að færa utan það að lýsa því yfir að öll gögn yrðu birt sem ekki er nú að sjá að sé í hag núverandi stjórnarflokka sérstaklega miðað við frásögn um gerðardóm Evrópusambandsins einhliða sem ég bloggaði um hér í síðustu færslu.

Raunin er sú að núverandi flokkar við stjórnvölinn hafa ekki bein í nefinu til þess að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu, ellegar þeir hinir sömu vilja undirgangast allt það sem frá Evrópusambandi kemur og það atriði á því miður við Samfylkinguna.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Birtu gögnin eiga að réttlæta þessa ranglátu ríkisstjórn, en það er sama hvað Geir og Árni og Ingibjörg Sólrún og Björgvin kunna að hafa samþykkt undir pressu í haust: þau höfðu ekki umboð til þess frá þjóð né þingi, og slíkar afgerandi skuldbindingar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur hefði lögum og stjórnarskrá samkvæmt orðið að samþykkja á Alþingi (sem ekki var gert) og þau lög að fá staðfestingu forsetans.

Jón Valur Jensson, 1.7.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Jón Valur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.7.2009 kl. 02:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

BLAÐURSFUNDUR er réttnefni því akkúrat EKKERT kom fram á þessum fundi sem skipti nokkru einasta máli.

Jóhann Elíasson, 1.7.2009 kl. 07:15

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei Jóhann þetta var bara sýndarmennska, annað ekki.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband