Gott framtak, til hamingju, baráttan gegn fíkniefnum í samfélaginu er stöðug.

Hin fjölmörgu félagslegu og heilbrigðislegu vandamál af völdum af völdum fíkninefnaneyslu ásamt öllum þeim kostnaði sem dómsmálayfirvöld, mega meðtaka á hverju ári er of stór þáttur í okkar samfélagi.

Því til viðbótar kemur andleg þjáning aðstandenda þeirra sem ánetjast fíkniefnum og endalaus barátta fjölskyldna við þennan vágest þar sem fíkill í fjölskyldu kann að setja allt fjölskyldulíf í uppnám, meira og minna.

Þá sögu þekkir sú er þetta rítar af báráttu sem slíkri sem aðstandandi en eins sérkennilegt og það nú er er okkar kerfisfyrirkomulag hvoru tveggja á félags og heilbrigðissviði illa samhæft til þess að taka á þessu vandamáli af alvöru á frumstigum, þ.e. þegar börn eiga í hlut, því miður.

Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um dómsmálayfirvöld og lögreglu sem eiga heiður skilið að nær öllu leyti í þessari baráttu.

Blessuð sé minning þeirra sem kvatt hafa þetta jarðlíf og ég vona að þetta átak skili vitund og viðhorfi til almennings gagnvart fíkniefnum.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband