Smávegis fróđleikur um ríkisstarfsmenn úr fjármálaráđuneyti.
Mánudagur, 29. júní 2009
Ţetta fann ég á síđu fjármálaráđuneytisins, og set hér inn en ţar kemur međal annars fram ađ hiđ opinbera hefur ekki vitađ hvađ margir eru ađ störfum vegna skorts á samkeyrslu upplýsinga.
"
Starfsmenn og stofnanir
Starfsmenn
Starfsmenn ríkisins eru um 23 ţúsund eđa rúmlega 12% af heildarvinnuafli í landinu, 184 ţúsund manns á ársgrundvelli. Launakostnađur ríkisins er um fjórđungur heildarútgjalda ţess samkvćmt ríkisreikningi fyrir áriđ 2007.
Starfsmenn ríkisins eru ađ miklum meirihluta konur, eđa 62%. Međalaldur starfsmanna í ársbyrjun 2009 er 45,3 ár, konur eru ađ međaltali 44,6 ára og karlar 46,6 ára. Er ţá miđađ viđ starfsmenn sem fengu greidd mánađarlaun.
Stofnanir
Stofnanir ríkisins ađ ráđuneytunum međtöldum eru um 200 talsins. Flestar stofnanir heyra undir menntamálaráđuneyti, heilbrigđis- og tryggingamálaráđuneyti og dóms- og kirkjumálaráđuneyti. Tćpur helmingur ríkisstofnana er međ fćrri en 20 starfsmenn. Landspítali - háskólasjúkrahús er langfjölmennasta stofnunin en ţar starfa tćplega 5.000 manns.
Endurnýjun upplýsingakerfa
Hingađ til hafa ekki legiđ fyrir samrćmdar upplýsingar um starfsmannamál ríkisins í heild, enda voru ekki allar ríkisstofnanir međ sama launakerfi fyrr en nýlega. Samrćmdar upplýsingar hefur skort um heildarfjölda starfsmanna, ársverk o.s.frv. Eitt markmiđiđ međ endurnýjun upplýsingakerfa ríkisins undanfarin ár er samrćming á launavinnslu innan ţess og uppbygging gagnagrunns til ađ auđvelda upplýsingagjöf um starfsmannamál.
Gagnagrunnur ríkisins
1. janúar 2007 var loks sameinuđ launavinnsla hjá öllum stofnunum ríkisins. Ţađan í frá munu ţví liggja fyrir heildstćđar tölfrćđiupplýsingar um starfsmannamál ríkisins. Jafnframt er hafinn undirbúningur ađ ţví ađ samrćma og safna saman heildstćđum upplýsingum fyrir ríkiđ aftur í tímann í einn ađgengilegan gagnagrunn. Ţađ er umfangsmikiđ verkefni og ekki ljóst hvenćr ţví lýkur. Fyrsti hluti gagnagrunnsins verđur vćntanlega tekinn í notkun áriđ 2009, en ţangađ til má gera ráđ fyrir einhverri ónákvćmni í tölum.
Starfsmenn í gagnasafni
Í launavinnslukerfi Fjársýslunnar eru allir starfsmenn sem fá greidd laun frá ríkisstofnunum. Kerfiđ nćr hins vegar ekki yfir starfsmenn opinberra hlutafélaga, stofnana sem gert hafa ţjónustusamning eđa verktakasamning viđ ríkiđ eđa sjálfseignarstofnana sem sinna öldrunarţjónustu
Nokkrar tölur um starfsmannafjölda ríkisins
Fjöldi starfsmanna í launakerfi ríkisins á ársgrundvelli 2003-2008
2003 | 10.400 | 17.000 | 27.400 |
2004 | 10.300 | 17.000 | 27.300 |
2005 | 10.300 | 17.400 | 27.700 |
20061 | 10.200 | 18.300 | 28.500 |
2007 | 10.500 | 18.800 | 29.300 |
2008 | 10.100 | 18.600 | 28.700 |
1 Tölur fyrir FSA 2006 eru bráđabirgđatölur. Ţann 1. október 2006 bćttust viđ 97 stöđugildi ţegar ríkiđ yfirtók verkefni Varnarliđsins á Keflavíkurflugvelli.
Fjöldi starfa er töluvert fćrri en fjöldi starfsmanna, enda vinna margir í hlutastörfum eđa ađeins hluta af ári, til dćmis í námshléum, viđ sumarafleysingar og fleira. Fastir starfsmenn eru ađ jafnađi um 22-23 ţúsund, en kennitölur á skrá eru talsvert fleiri ţegar heilt ár er skođađ í senn. Sem dćmi fengu ríflega 28.700 einstaklingar a.m.k. einu sinni greidd laun frá ríkinu áriđ 2008.
Ársverk 2003-2008
Ár | Karlar | Konur | Samtals |
2003 | 7.500 | 10.600 | 18.100 |
2004 | 7.500 | 10.900 | 18.400 |
2005 | 7.500 | 10.900 | 18.400 |
2006 | 7.300 | 11.100 | 18.400 |
2007 | 7.200 | 11.300 | 18.400 |
2008 | 7.200 | 11.500 | 18.600 |
Aldursskipting ríkisstarfsmanna í ársbyrjun 2009
Allir | ||||
Yngri en 25 ára | 5% | 5% | 6% | 54% |
25-29 ára | 9% | 8% | 9% | 77% |
30-34 ára | 8% | 10% | 9% | 81% |
35-39 ára | 9% | 10% | 10% | 84% |
40-44 ára | 11% | 11% | 11% | 86% |
45-49 ára | 12% | 13% | 13% | 88% |
50-54 ára | 14% | 14% | 14% | 89% |
55-59 ára | 15% | 13% | 13% | 90% |
60-64 ára | 11% | 9% | 10% | 88% |
65 ára og eldri | 7% | 6% | 5% | 77% |
Samtals | 100% | 100% | 100% | 83% |
"
afar fróđlegt.
kv.Guđrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.