Um daginn og veginn.

Að rækta kærleikann meðal manna verður aldrei of oft kveðin vísa.

Allt of oft ganga menn ósáttir burt jafnvel út af smæstu deilum sem engu máli skipta en hægt er að gera veður út af.

Það er nefnilega afar auðvelt að viðhalda deilum og erjum ef vilji er til staðar um smáatriðin hvers konar, meðan heildarmyndin er ekki í sjónmáli.

Við getum tamið okkur viðhorf svo mikið er víst, og það hið sama viðhorf hefur með það að gera hvernig við bregðumst við gagnvart sjónarmiðum annarra.

Hver hefur leyfi til þess að vera ósammála öðrum en þótt menn séu ósammála þá er allt spurning um hvort viðfangsefnið krefst niðurstöðu og þá er að leita fleiri ráða ef svo ber undir.

Þótt menn séu ósammála þarf það ekki að þýða að þeir séu óvinir, fjarri því.

Kærleikurinn á sér engin takmörk og eitt fallegt orð til samferðamanna , bros og hlýja gefur af sér til baka í réttu magni sem til er sáð.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband