Sjávarútvegur og landbúnaður þurfa að undirgangast alþjóðleg viðmið um sjálfbærni.
Mánudagur, 15. júní 2009
Ef við Íslendingar ætlum okkur stöðu á mörkuðum í framtíðinni með matvæli sem hágæða vöru sem við vel getum gert, þá munum við þurfa að endurskoða verksmiðjuframleiðsluhætti sem til staðar eru ENN í sjávarútvegi og landbúnaði hér á landi.
Ef menn á einhverjum tímapunkti hefðu staldrað við og hugsað til framtíðar þá gat það ekki verið að framtíð lægi í einhliða aðferðum stærri og stærri fiskiskipa í eigu örfárra útgerðaraðila sem flytja fisk óunnin úr landinu, sem og , og stærri og stærri framleiðslueininga í landbúnaði þar sem offjárfestingar í tólum og tækjum hafa tröllriðið húsum, án þess að skila sér í raun til baka.
Hvoru tveggja hefur þetta gert það að verkum að færri störf eru unnin innanlands, við afurðir íslensku atvinnuveganna þar sem skipulagið sjálft stuðlar ekki að því.
Olíueyðsla stóru fiskiskipanna og ferðalög þeirra hinna sömu á fiskimiðin kosta orku úr iðrum jarðar sem ekki er óendanleg, og sama má segja um stórtæknivæðingu í landbúnaði þar sem tæki öll hafa stækkað í samræmi við stóriðjueiningastefnuna.
Tilgangur þess að setja á fót fiskmarkaði hér á landi fór fyrir lítið þegar í ljós kom að ekki var hægt að fá allla ég endurtek alla aðila til þess að landa fiski á slíka markaði.
Hugsunin um það að viðhalda vinnu í landinu hefur nefnilega ekki fundist í þvi skipulagi kerfa sem maðurinn hefur verið með á boðstólum enn sem komið er og þar er sannarlega breytinga þörf.
Það er orðið nokkuð langt síðan að sú er þetta ritar lagði það til að bæði kerfi sjávarútvegs sem og kerfi landbúnaðar væri skipt í tvennt þar sem helmingur hvors um sig undirgengist umhverfissjónarmið sjálfbærrar þróunar þar sem gæðastaðlað mat afurða í matvælaframleiðslu myndi þýða meiri verðmæti einnar þjóðar til framtíðar litið.
Með öðrum orðum fullkomna umhverfisvottun um framleiðslu í sátt við umhverfið frá a-ö.
Vissulega er hægt að feta sig út úr núverandi skipulagi ögn hægar en að helminga kerfin bæði að umhverfismarkmiðum en hefjast þarf handa og ég skora á nýjan umhverfisráðherra að skipta sér af þessum málum, sem varða miklu um framtíð þjóðarinnar.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.