Þarna er ég ekki alveg sammála Evu Joly.

Hin íslenska rannsókn á hruni bankakerfisins, tengist óhjákvæmilega skipulagi Evrópusambandsins og samninga um frjálst flæði fjármagns milli landa og starfssemi íslenskra banka á erlendri grund.

Þar getur Evrópusambandið ekki hlaupið bak við næsta tré sem alsaklaust apparat, svo mikið er víst og rannsókn á því hvernig það gat gerst að fjármálaeftirlit í Bretlandi, Hollandi og víðar ásamt því íslenska væri alveg patt sem og stjórnvöld landanna, þarfnast skoðunar við.

Hvað varðar kostnað við rannsókn hérlendis þarf að nýta þann lögfræðlega mannafla sem nú þegar er ráðinn hjá hinu opinbera, og færa störf úr ráðuneytum tímabundið þar sem vanhæfisskilyrði hamla ekki starfi manna, sama á við um endurskoðun og bókhald.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband