Svíar og Danir gera sér grein fyrir aulahætti íslenskra ráðamanna í málinu.

Að Íslendingar einir taki það að sér að bjarga andliti ESB varðandi reglugerðaformúlur um viðskiptaumhverfi sem voru ónýtar eða virkuðu ekki, varðandi starfssemi banka og tryggingar, er einfaldlega út úr kú.

Það er því ekki góðri lukku að stýra að stjórnmálaflokkur sem haft hefur aðild að Esb, á  stefnuskránni ráði ferð í ríksstjórn þegar ákvarðanir um slíkt eru uppi.

Undirlægjuháttur stjórnvalda er alger, því að sjálfsögðu hefði átt að láta reyna á mál þetta með lögformlegum hætti, áður en menn hyggjast senda þjóðinni reikninginn.

Annað er óásættanlegt.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lausn Icesave ekki forsenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband