Íslenska þjóðin er hagsmunaaðili að breyttri stjórn fiskveiða í landinu.

Það eru stjórnmálamenn sem taka ákvarðanir um skipan mála í einu samfélagi, til þess eru þeir hinir sömu kjörnir. Vilji lýðræðislega kjörinn meirihluti á þingi breyta stjórnkerfi fiskveiða, þá breytir hann í krafti umboðs síns.

Það var gert þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sátu að völdum á sínum tíma og innleiddu núverandi kvótakerfi með hinu algalna frjálsa framsali sem er upphaf og endir græðgisvæðingar í einu samfélagi.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hlýtur því að átta sig á nauðsyn breytinganna þegar breytt hefur verið og þessi orð hans að hugmyndir stjórnvalda séu hótanir eru all sérstök.

" Sagði Einar að aldrei yrði sátt um fyrningarleiðina í sjávarútveginum. Þetta mál væri þegar farið að valda verulegu tjóni hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Þannig hafi fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði nú í fyrsta skipti þurft að ákveða sumarlokun „sem er bein afleiðing af hótun ríkisstjórnarinnar um fyrningarleið,“ sagði Einar. "

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Boðað til sáttafundar um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband