Um daginn og veginn.

Hvítasunnuhelgin hefur verið með frekar rólegu yfirbragði í heildina, veðrið yndislegt eins og best gerist að vori, hlýtt og kyrrt. 

Það er þó aldrei svo að allt sé eins og best verður á kosið að öllu leyti og lífið færir manni í fang mis mikil verkefni við að fást á hverjum tíma þar sem skiptast á skin og skúrir sitt á hvað.

Ég lit svo að vort þjóðfélag muni verða hægt að byggja upp úr erfiðleikum mis viturrar ákvarðanatöku, svo fremi menn séu þess umkomnir að forgangsraða þar verkefnum, og ramma inn viðfangsefnin í þann nauðsynlega ramma sem þarf að vera til staðar.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsisins, fáum við notið þess.

Við höfum álpast til þess að samþykkja yfir okkur alls konar meint frelsi þar sem manni finnst hægri höndin varla hafa vitað hvað sú vinstri var að gjöra, fyrr en ómöguleg framkvæmd þess hins sama leit dagsins ljós.

" Frjálst framsal á óveiddum fiski, landið þvert og endilangt "  var eitt stykki stjórnmálaleg mistök, þau mestu á allri síðustu öld.

Innkoma banka á húsnæðislánamarkað var annað stykki af mistökum, sem menn virtust ekki þess umkomnir að festa hönd á á.

" Markaðssamfélag " í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi sem menn hömuðust við að dásama, var að sjálfsögðu eins og nýju föt keisarans, þar sem þessi gamla vísa Steins Steinars, á vel við.

" Lífið er eins og spila á spil,

   með spekingslegum svip og taka í nefið,

   og þótt, þú tapir, það gerir ekkert til,

   því það var nefnilega vitlaust gefið. "

 

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband