Einkennileg tilviljun, eða táknræn skilaboð !

Svo vildi til að ég á ferð milli staða þegar skjálftinn reið yfir og frétti ekki af honum fyrr en ég kom heim aftur. Hið sama var reyndar hjá mér fyrir ári síðan, þá var ég á ferð milli staða í bíl og varð ekki skjálfta vör.

Ég fór og skoðaði veðurstofusíðuna og sá að þrír stórir skjálftar höfðu riðið yfir að sjá mátti sömu mínútuna, samkvæmt töflunni.

Það sem rann í gegn um huga minn var örugglega ólíkt öðrum sem upplífðu þessa tilfinningu en það var að nú myndu gleymast ráðstafanir ríkisstjórnar frá í gærkveldi, sem sjá mátti í hækkun á bensínverði í dag, um heilar fjörutíu krónur milli daga, sagt og skrifað.

Eigi að síður er það einkennilegt að þessi skjálfti skuli bera upp á sama dag og Suðurlandsskjálftinn fyrir ári, spurning hvort táknmál tilverunnar tali hér sínu máli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband