Forgangsröðun heilbrigðismála hér á landi, langt á eftir öðrum þjóðum.

Ég er sammála forstjóra ríkisspítalanna, varðandi það atriði að brýn nauðsyn er til þess að forgangsraða verkefnum í heilbrigðisþjónustu.

Þessari  forgangsröðun hefði fyrir löngu síðan átt að vera lokið hér á landi en raunin er sú að stjórnmálamenn hafa gefist upp við það verkefni og nægir þar að nefna tilraun til þess að koma á tilvísanakerfi hér á landi á sínum tíma.

Það eru allt of fáir heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu, meðan sú þjónusta er að vissu leyti betri úti á landi.

Ofgnótt af sérfræðiþjónustu er hins vegar að finna á höfuðborgarsvæðinu meðan íbúar á landsbyggðinni njóta þess í mun minna mæli.

Kostnaðarþáttaka hins opinbera í þessu efni er sannarlega rannsóknarefni.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Mikilvægt að forgangsraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband