Hvað í ósköpunum sjá menn við Esb aðild sem komið gæti Íslendingum til góða ?

Við erum eyþjóð á Norður Atlandshafi þar sem aðföng að landinu munu ætíð kosta okkur per mikinn hluta af innflutningi á öllum tímum.

Dettur einhverjum í hug að aðrir íbúar i álfunni muni vilja taka að sér að niðurgreiða þann mismun búsetu okkar á eyjunni ?

Vantar Íslendinga virkilega að láta frá sér meira vald í hendur yfirsjórnunaraðila en verið hefur til handa stjórnvöldum hér á skerinu sem ekki hafa höndlað það hið sama vald svo mjög til góða undanfarna áratugi ?

Hefur Evrópusambandinu tekist að viðhafa skynsamlega fiskveiðistjórn innan sinna vébanda eða hefur kerfi þess orðið ónýtt vegna ofveiði og hruni fiskistofna í kjölfarið ?

Væri það skynsamlegt fyrir Evrópusambandið að taka upp íslenska kvótakerfið sem sett hefur íslensku þjóðina á hausinn ?

Dettur einhverjum í hug að við getum sótt styrki á styrki ofan frá Evrópu án þess að borga nokkuð fyrir ?

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Guðrún María.

Hvar ertu stödd í flokkamálum? Nú hlýtur þú að vera á lausu til að fylkja liði með fullveldissinnum, eftir að Lýðræðishreyfingin hefur látið prófa þanþol sitt og ekki náð miklum árangri.

Með góðum óskum,

Jón Valur Jensson, 4.5.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband