Tvö kerfi í landbúnađi og sjávarútvegi.
Mánudagur, 4. maí 2009
Hin mikla ofuráhersla undanfarinna áratuga á fćkkun og stćkkun búa, međ allra handa offjárfestingum viđ stćkkun undir formerkjum meintrar hagrćđingar, voru mikil mistök ađ mínu mati.
Nýlíđun varđ engin međ ţessu skipulagi ţađ mátti ljóst vera í upphafi.
Ţađ sem ţróun ţessi hefur leitt af sér er sóun á landnýtingu , ţar sem ađeins hluti áđur rćktađs lands hér á landi er nýttur til landbúnađar ásamt fćkkun starfa i greininni.
Ég ritađi greinar í Morgunblađiđ á sínum tíma um mikilvćgi ţess ađ stuđla ađ ţróun lífrćns landbúnađar hér á landi, en viđ Íslendingar getum enn gert mun betur en gerum nú, i ţví efni og má í ţví sambandi nefna ađ frćndur okkar Finnar eru međ mesta markađshlutdeild í lífrćnum landbúnađi í Evrópu.
Viđ eigum ađ skipta kerfi landbúnađar í tvennt, annars vegar núverandi kerfi og hins vegar kerfi sem inniheldur alfariđ sjálfbćra ţróun varđandi lífrćnan landbúnađ, svo mest sem verđa má, og nýta land og mannauđ ađ nýju.
Nákvćmlega sama hefur átt sér stađ í sjávarútvegi međ sömu ofurherslum á verksmiđjuvćđingu á hafi úti ţar sem einyrkjum í greininni hefur veriđ ýtt út og ţeim gert nćr ókeift ađ stunda sjóinn, einnig međ tilheyrandi fćkkun og byggđaröskun, markađsbraski og grćđisvćđingu einnar atvinnugreinar.
Kerfi sjávarútvegs á međ sama móti ađ skipta í tvennt, annars vegar kerfi sem inniheldur núverandi ađferđafrćđi og hins vegar kerfi sem tekur miđ ađ umhverfisvernd og sjálfbćrri ţróun ţar sem veiđar í sátt viđ lífríkiđ međ smćrri einingum og fleiri höndum ađ verki, verđi gert jafn hátt undir höfđi ţar sem ljóst er ađ verđmeiri afurđir sem söluvöru má fá međ veiđum í sátt viđ móđur náttúru.
Tvenns konar kerfi í báđum ţessum gömlu atvinnugreinum myndu gera ţađ ađ verkum ađ á hverjum tíma vćri hćgt ađ auka vćgi hvors fyrir sig á ţjóđhagslegan mćlikvarđa.
Ţetta ţurfum viđ ađ gera Íslendingar.
kv.Guđrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.