Tvö kerfi í landbúnaði og sjávarútvegi.

Hin mikla ofuráhersla undanfarinna áratuga á fækkun og stækkun búa, með allra handa offjárfestingum við stækkun undir formerkjum meintrar hagræðingar, voru mikil mistök að mínu mati.

Nýlíðun varð engin með þessu skipulagi það mátti ljóst vera í upphafi.

Það sem þróun þessi hefur leitt af sér er sóun á landnýtingu , þar sem aðeins hluti áður ræktaðs lands hér á landi er nýttur til landbúnaðar ásamt fækkun starfa i greininni.

Ég ritaði greinar í Morgunblaðið á sínum tíma um mikilvægi  þess að stuðla að þróun lífræns landbúnaðar hér á landi, en við Íslendingar getum enn gert mun betur en gerum nú, i því efni og má í því sambandi nefna að frændur okkar Finnar eru með mesta markaðshlutdeild í lífrænum landbúnaði í Evrópu.

Við eigum að skipta kerfi landbúnaðar í tvennt, annars vegar núverandi kerfi og hins vegar kerfi sem inniheldur alfarið sjálfbæra þróun varðandi lífrænan landbúnað, svo mest sem verða má, og nýta land og mannauð að nýju.

Nákvæmlega sama hefur átt sér stað í sjávarútvegi með sömu ofurherslum á verksmiðjuvæðingu á hafi úti þar sem einyrkjum í greininni hefur verið ýtt út og þeim gert nær ókeift að stunda sjóinn, einnig með tilheyrandi fækkun og byggðaröskun, markaðsbraski og græðisvæðingu einnar atvinnugreinar. 

Kerfi sjávarútvegs á með sama móti að skipta í tvennt, annars vegar kerfi sem inniheldur núverandi aðferðafræði og hins vegar kerfi sem tekur mið að umhverfisvernd og sjálfbærri þróun þar sem veiðar í sátt við lífríkið með smærri einingum og fleiri höndum að verki, verði gert jafn hátt undir höfði þar sem ljóst er að verðmeiri afurðir sem söluvöru má fá með veiðum í sátt við móður náttúru.

Tvenns konar kerfi í báðum þessum gömlu atvinnugreinum myndu gera það að verkum að á hverjum tíma væri hægt að auka vægi hvors fyrir sig á þjóðhagslegan mælikvarða.

Þetta þurfum við að gera Íslendingar.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband