Um daginn og veginn.

Í fyrsta skipti í langan tíma svaf ég út, og átti friðsælan frídag þar sem tími minn fór í það að vera heima hjá mér og hvergi annars staðar.

Frídagur verkalýðsins skyldi jú vera frídagur, en sjálf tel ég mig til verkalýðs þessa lands, hafandi starfað á vinnumarkaði nú samfleytt yfir þrjátíu ár og einn dagur á ári sem sérstakur frídagur því afar kærkominn.

Hafði reyndar hugsað mér að skoða hvort færi í kröfugöngu en þegar ég sá að upptaka evru var eitt stefnumála sem ganga átti undir í mínu bæjarfélagi þá var sjálfkrafa heima setið.

 Mér finnst hins vegar ganga allt of seint að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum þingkosningum í okkar landi og öðru vísi manni áður brá í þvi efni þegar það tók hálfan dag að mynda ríkisstjórnir.

 Hvað veldur í því efni á eftir að koma í ljós.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband