Skattkerfið er hagstjórnartæki.

Það þarf að ríkja jafnræði skattlaega milli launþega á vinnumarkaði og fyrirtækja, hvort sem um er að ræða einkahlutafélög eða fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, þar sem allir þáttakendur i einu þjóðfélagi greiða gjald til síns samfélags.

Ég hef aldrei skilið nauðsyn þess að eitt þjóðfélag þurfi að vera með vaxtabótakerfi í formi endurgreiðslna, ellegar húsaleigubótakerfi, þar sem hið opinbera er ekki að gera annað en að færa peninga til innan stjórnkerfisins.

Alls konar tekjutengingar í þessu sambandi gera lítið annað en að búa til flækjufrumskóg þar sem þrepaskipt skattkerfi myndi þjóna sama tilgangi.

Hvers vegna voru skattleysismörk aftengd verðlagsþróun á sínum tíma ?

Hvers vegna í ósköpunum hafa fulltrúar launamanna i landinu látið það óhæfuverk yfir sig ganga, í áraraðir ?

Var það vegna fjárfestinga lífeyrissjóða í atvinnulífinu ?

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband