Fjórða valdið í landinu.

Fjölmiðlar hafa alla jafnan verið kallaðir fjórða valdið, og hvernig skyldi það vald sem fært var frelsi hafa staðið sig í aðhaldi að þróun mála í einu samfélagi ?

Illa, að mínu mati, afar illa því ekki aðeins hefur stór hluti fjölmiðla ( ekki allir ) teymt almenning með í endalausri ævintýramennsku hins óendanlega fjármálabrasks, þar sem gagnrýni var ekki að finna svo nokkru næmi, fyrr en allt var komið í óefni.

Hið meinta frelsi varð því að helsi þar sem almenningi í landinu var talin trú um að hér væri allt á uppleið endalaust með stöðugum fréttum frá greiningardeildum gömlu bankanna um gróða á gróða ofan sem fáir þorðu að andmæla og þeir sem andmæltu fengu ekki inni í fjölmiðlum.

Kvótakerfi sjávarútvegs og fjármálabraskið því tengt sem telja má upphaf þessarar ævintýramennsku hér á landi, fékk ekki svo mikið sem gagnrýni þótt byggðir lands væru auðn og atvinna færð á brott á einni nóttu, eignum almennings hent á bálið og fjármunum skattgreiðenda einnig við uppbyggða þjónustu.

Andvaraleysi fjölmiðlanna, er rannsóknarefni eitt og sér.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband