Hvers vegna sömdu verkalýðsfélögin um svo lág laun í " góðærinu " ?

Þegar forystumenn verkalýðsfélaga sitja jafnvel einnig sem alþingismenn, þá er nokkur hætta á að verkefni kunni að skarast, eða hvað ?

Ábyrgð verkalýðshreyfingar þessa lands er ekki minni en stjórnvalda að mínu mati og nægir þar að nefna alls konar samráð og samkrull um láglaunastefnu allra handa á sama tíma og ofurskattar og síðar óðaverðbólga, var til staðar.

Samtenging lífeyrissjóða við þáttöku í fjárfestingum í fyrirtækjum á hinum íslenska hlutabréfamarkaði og sjálfdæmi verkalýðsforkólfa um skipan manna í stjórnir sjóðanna, er og hefur verið algjörlega út úr kú, án þess að hið háa Alþingi hafi þar endurskoðað lagaumgjörð þess hins sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja óviðunandi að launafólk beri byrðar hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband