Öfugmælavísa, ábyrgra fiskveiða.

Einu sinni enn á að reyna að auka trú manna á erlendri grund um ábyrgar fiskveiðar hér á landi, nú með merki, þótt ekki hafi kvótakerfið byggt upp fiskistofna hér við land í áratugi, án þess að menn hafi náð að eygja sýn á aðferðafræðina sjálfa.

Magn botnveiðarfæra, brottkastið , hlutfall stærðareininga í fiskiskipaflotanum sem flokkast geta undir umhverfisvæn veiðarfæri svo ekki sé minnst á efnahagslega þætti einnar þjóðar af skipulagi frjálsa framsalins með kvóta, og þjóðhagslegri óhagkvæmni en ekki sjálfbærni, mun seint verða talið til ábyrgra fiskveiða einnar þjóðar,

því miður.

Ég man ekki betur en mönnum hafi gengið illa að markaðssetja vistvænan landbúnað á erlendri grund þar sem álika hugmyndir voru uppi, um hálfkveðnar vísur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband