Stórfurðulegar áherslur íslenskra umhverfisverndarpólítíkusa.

Því miður hafa umhverfisverndarsinnar hér á landi  margir hverjir ekki enn náð að eygja skóginn fyrir trjánum í blindum áróðri gegn álverum, nær eingöngu.

Á sama tíma hafa sjónir manna ekki beinst að framleiðsluháttum atvinnuveganna í sjávarútvegi og landbúnaði sem heitið geti, og hin vondu álver og virkjanaframkvæmdir þeim tengd blásið upp sem upphaf og endir í íslensku samfélagi.

Ef menn hefðu nú gaumgæft agnarögn betur verksmiðjuframleiðslu sjávarútvegs og landbúnaðar og rýnt í þjóðhagslega hagkvæmni þess skipulags að stækka og fækka um landið allt, sem aftur kostaði svo og svo mikið fyrir Íslendinga alls staðar á landinu , þá væri einblýni á álverin og virkjanir ekki efst á blaði.

Hinir sjáflsskipuðu umhverfisverndarpostular sem róíð hafa fram sinni grænu umhverfisspólítik hafa fæstir séð út fyrir landssteinanna, hvað varðar umhugsun um lífríki sjávar við landið.

Þeir hafa ekki látið sig varða umbreytingar á handónýtu kerfi sjávarútvegs í landinu, þar sem tekist hefur að minnka sjávarfang margfalt með lélegu kerfi sem enginn hefur séð nauðsyn að endurskoða.

Niðurbrotin kóralrif á Íslandsmiðum virðast minna mál en vapp heiðagæsa á hálendinu, sem þó færa sig til eftir aðstæðum en kóralrifin vaxa í öldum talið.

Ég hygg að umhverfisvernarsinnar ættu að skoða mál í víðara samhengi en það eitt að einblýna á álver og virkjanaframkvæmdir eingöngu sem er þröng sýn á viðfangsefnið.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband