Svifryksmengunin er áskapað heilsufarsvandamál.

Íslendingar hafa verið nær heimsmethafar í bílaeign per landsmann, en einnig komu aðgerðir til sögu fyrir nokkrum árum sem auðvelduðu landsmönnum að eignast pallbíla, þunga bensínháka, sem aldeilis þyrla upp ryki innanbæjar, ásamt jeppaflóðinu sem hefur verið eins konar stöðutákn hér á landi undanfarin áratug.

Auðvitað allir á nagladekkjum á veturna með tilheyrandi kostnaði á alla lund, án þess að skattar kæmu til sögu, til dæmis varðandi þyngd ökutækja og slit á götum.

Því til viðbótar stuðlaði atvinnuvegastefna að því að fjölga og fjölga í borgarsamfélaginu þannig að ekki hafðist undan að byggja samgöngumannvirki fyrir þennan ökutækjafjölda per landsmann.

Svo vöknuðu menn upp einn góðan veðurdag að Reykjavík var orðin umlukin mengunarskýi dag hvern í kyrru veðri á sama tíma og menn hömuðust gegn álverum sem þó höfðu sett upp mengunarbúnað svo mest mátti vera.

Ég ræddi þessi mál mjög mikið fyrir nokkrum árum enda rykið gengið nokkuð nærri mínu heilsufari þá, en ásamt því að eiga asthmalyf á ég einnig múraragrímu sem ég set á mig, þegar ég þarf að fara helstu samgönguleiðir í höfuðborginni.

Hér er eitt stykki áskapað heilsufarsvandamál þar sem fyrirhyggja hefði komið að góðum notum.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Svifryk yfir mörkum í 3 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband