Svifryksmengunin er áskapađ heilsufarsvandamál.
Ţriđjudagur, 10. mars 2009
Íslendingar hafa veriđ nćr heimsmethafar í bílaeign per landsmann, en einnig komu ađgerđir til sögu fyrir nokkrum árum sem auđvelduđu landsmönnum ađ eignast pallbíla, ţunga bensínháka, sem aldeilis ţyrla upp ryki innanbćjar, ásamt jeppaflóđinu sem hefur veriđ eins konar stöđutákn hér á landi undanfarin áratug.
Auđvitađ allir á nagladekkjum á veturna međ tilheyrandi kostnađi á alla lund, án ţess ađ skattar kćmu til sögu, til dćmis varđandi ţyngd ökutćkja og slit á götum.
Ţví til viđbótar stuđlađi atvinnuvegastefna ađ ţví ađ fjölga og fjölga í borgarsamfélaginu ţannig ađ ekki hafđist undan ađ byggja samgöngumannvirki fyrir ţennan ökutćkjafjölda per landsmann.
Svo vöknuđu menn upp einn góđan veđurdag ađ Reykjavík var orđin umlukin mengunarskýi dag hvern í kyrru veđri á sama tíma og menn hömuđust gegn álverum sem ţó höfđu sett upp mengunarbúnađ svo mest mátti vera.
Ég rćddi ţessi mál mjög mikiđ fyrir nokkrum árum enda rykiđ gengiđ nokkuđ nćrri mínu heilsufari ţá, en ásamt ţví ađ eiga asthmalyf á ég einnig múraragrímu sem ég set á mig, ţegar ég ţarf ađ fara helstu samgönguleiđir í höfuđborginni.
Hér er eitt stykki áskapađ heilsufarsvandamál ţar sem fyrirhyggja hefđi komiđ ađ góđum notum.
kv.Guđrún María.
Svifryk yfir mörkum í 3 daga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.