Það er auðvelt að breyta kvótakerfi sjávarútvegs til hagsbóta fyrir Íslendinga.

Það er ekki flókið að leyfa trillusjómönnum að veiða fisk með tvær handfærarúllur, en menn hið háa Alþingi hefur ekki getað hugsað sér að samþykkja það frelsi, í tíu ár,  sem alla tíð hafði þó ríkt hér á landi áður en kvótakerfið var tekið í notkun. Ekki einu sinni þótt til hafi komið álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á sjómönnum á Íslandi.

Það er heldur ekkert flókið að kalla inn aflaheimildir og leigja aftur út en það þýðir ákvörðun af hálfu sitjandi stjórnvalda í einu landi. Ákvörðun sem menn hafa allsendis ekki getað svo mikið sem hugsað sér, hvað þá að breyta kerfi sem á alla lund hefur verið þjóðhagslega óhagkvæmt, og ekki þjónað að nokkru upphaflegum markmiðum laga um fiskveiðistjórn.

Fyrsta grein laganna er minnisvarði um það sem menn vildu gera með framkvæmd sem síðan varð sannarlega allt önnur.

Getur það verið að stjórnvöld treysti sér ekki til þess að aðlaga eitt stykki kerfi sem búið er til af mönnum í þágu einnar þjóðar ?

Og þá hvers vegna ?

Loftbólufjármálabraskið upphófst með frjálsu framsali óveidds fiskar í þessu kerfi, og því er lokið, það tók enda með vægast sagt niðursveiflu í einu samfélagi.

Ætla menn samt að halda áfram með sama kerfi í sjávarútvegi ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott !!!

Jens Jensson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mig langar líka að fá svar við þessari spurningu. Ég hef grun um að það séu fleiri en við tvö sem vilja fá svar.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband