Taflborð stjórnmálanna hér á landi og ríkisstjórnin.

Auðvitað er það æði hjákátlegt að sjá viðskiptaráðherra segja af sér, skömmu eftir að forsætisráðherra hafði tilkynnt vilja sinn um kosningar í landinu í maí næstkomandi.

Raunin er sú að virðist að helsta röksemd þess að flokkar við stjórnvölinn hafi mikinn meirihluta á þingi og þannig tilstyrk, kunni ef til vill að hafa snúist í öndverðu sína vegna þess hve ólíkir flokkarnir tveir eru.

Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfssins hafa ráðherrar Samfylkingar æ ofan í æ talað gegn ráðherrum hins stjórnarflokksins Sjálfstæðisflokks, í hverju máli á fætur öðru sem sá hinn sami hefur látið sér lynda eins og ekkert væri.

Þurfi ráðherrar að tala sitt í hvora átt endurtekið, þýðir það ekki stefnu að sama marki, alveg sama um hvaða mál er að ræða.

Efnahagslegt hrun í einu landi hefði átt undir eðlilegum kringumstæðum að kalla á algjöra samstöðu flokka við stjórnvölinn, um öll mál hverju nafni sem þau nefnast en því miður hefur því ekki verið til að dreifa, heldur hefur glundroði og ákvarðanafælni einkennt um of ýmis viðbrögð við aðstæðum þessum.

Stjórnvöld máttu gera sér grein fyrir því í október að kalla þyrfti til þjóðstjórnar strax, til þess að dreifa valdinu svo mest sem verða mætti. Það var ekki gert.

Sú staða sem nú er uppi er afleiðing af ákvarðanafælni leiðtoga í stjórnmálum sem hefur því miður aukist hin siðari ár hér á landi.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband