Vinstri og Hægri forsjárhyggja hefur ráðið ríkjum á Íslandi, of lengi.
Mánudagur, 19. janúar 2009
Þegar svo er komið að kapítalisminn hefur ferðast yfir í kommúnisma í forsjárhyggju, hvað varðar frelsið og mörk þess, þar sem stjórnvöld í einu landi útbúa kerfi innanlands sem þjóna litlum hluta þegnanna, svo sem kvótakerfi sjávarútvegs, sem hvoru tveggja hægri og vinstri öfl samþykkja sem gott og gilt fyrirkomulag, þangað til allt fer á versta veg.
Þá eru góð ráð dýr og enginn veit hvar eða hvernig á að taka fæturna upp úr forsjárhyggjupyttinum, sem flestir höfðu lagt blessun sína yfir og kallað nútíma markaðssamfélag alþjóðavæðingar.
Sem íslensk lög áttu að halda rammann um, hvað varðar fjármálastarfssemi, hvað varðar þjóðarhag, hvað varðar réttláta skatttöku á almenning í landinu.
Á sama tíma og almenningur í landinu var skattpíndur þar sem skattleysismörk héldust ekki í hendur við verðlagsþróun, græddu forstjórar fjármálafyrirtækja á tá og fingri með laun ofar öllum venjulegum skilningi almennings í landinu ár eftir ár.
Almenningi var talin trú að það ríkti góðæri þótt aðeins hluti almennings gæti eygt hina sömu sýn og ráðamenn þjóðarinnar við stjórnvölinn.
Umræða um kjör innflytjenda sem þiggja áttu hvað lægst laun við innkomu á islenskan vinnumarkað sem eðli máls samkvæmt leiddi aftur af sér enn lægri laun fyrir almenning í landinu í heild, með óheftu streymi innflytjenda , var kallað " rasismi " sem ekki mátti ræða um.
Umræða um hið óheilbrigða braskkerfi sjávarútvegs var vandlega þögguð niður af fjölmiðlum í landinu milli kosninga til þings, en þá urðu fjölmiðlar jú að gera öllum sjónarmiðum jafn hátt undir höfði.
Kvótakerfi sjávarútvegs er stærsti þátturinn í því að koma Íslendingum í þá stöðu sem uppi er í dag, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, og upphaf fjármálabrasks fyrirtækja hvarvetna í efnahagslífinu .
Það þurfa stjórnmálamenn vinstri og hægri forsjárhyggjuflokkanna, að horfast í augu við í dag.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:25 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér.
Marta B Helgadóttir, 19.1.2009 kl. 21:34
Takk fyrir það Marta.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.1.2009 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.