Jólastúss á Þorláksmessu.

Blessuð skatan er orðin fastur punktur hjá mér á Þorláksmessu þar sem fjölskyldan kemur saman, í skötu. Meðan verið er að elda skötuna er bráðnauðsynlegt að hlusta á jólakveðjur í útvarpinu.

Ein fárra borða ég brjóskið af skötunni sem mamma heitin sagði að væri gott fyrir beinin.

Hef ekki skilið þetta vandamál með að elda skötuna, því þegar skötulyktin blandast saman við eldamennskuna á aðfangadag, sem alla jafna er reykt kjöt þá fyrst verður til ekta jólailmur.

 Að öðru leyti fer loka loka jólahreingerningin alla jafna fram á Þorláksmessunni, ásamt því að skreyta jólatréð, og skreyta bæinn. 

Á sínum tíma á mínum fyrstu búskaparárum fékk ég gamla gervijólatréð sem hafði verið til síðan ég var smábarn, og enn þann dag í dag er það skreytt og prýtt í mínu jólahaldi með örfáum undantekningum þar sem grenijólatré kom í staðinn.

Ég held fast í þá gömlu siðvenju að láta ljósin loga á jólanótt, að öllum líkindum sökum þess að faðir minn heitinn gætti þess vandlega að viðhafa þann sið.

Það er stundum gaman að skoða hvað mótar okkar venjur og hefðir og þar vegur uppeldið án efa nokkuð þung lóð á vogarskálarnar.

Megið þið njóta skötunnar á Þorláksmessu þeir sem hana borða.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég borða líka brjóskið.

Gaman að lesa um jólasiði.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 03:44

2 identicon

Sæl.

Verði ykkur að góðu.þetta með "brjóskið".

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 04:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Talandi um skötu að vestfirskum síð, þá borðaði ég skötu
í dag með frænda þínum Jóni Heiðari og hans konu ásamt  3 öðrum
brottfluttum Flateyringum í Hlégarði í Mos. Mjög góð skata og stemming. Gott að þú skulir halda í þennan vestfirska og þá önfirska
sið, enda þaðan ættuð.

Og svo í lokin. Gleðileg Jól!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sko til Hólmdís, já takk Þórarinn.

Já gaman að vita það Guðmundur, við Vestfirðingar stöndum vörð um okkar matarsiði.

Innilega gleðileg jól.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.12.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband