Hvađ bođar nýárs blessuđ sól ?

Međ morgundeginum tekur dag ađ lengja á ný, hér hjá okkur á norđurhjara veraldar.

Ţađ eitt er fagnađarefni, en verkefnin framundan í einu ţjóđfélagi sem reisa ţarf úr efnahagslegu öngţveiti eru mörg og mikil.  Opna ţarf gömlu atvinnuvegakerfin sjávarútveg og landbúnađ og menn verđa ađ gjöra svo vel ađ leggja til hliđar trúna á stćrđarhagkvćmni eininga eingöngu.

Hin blinda trú á hagkvćmni stćrri og stćrri eininga alls stađar, međ endalausum vćntingum um risavaxna gróđamöguleika, hefur ađ hluta til ferđast međ kapítalista yfir í kommúnisma.

Hiđ ofbođslega frelsi sem menn hafa gumađ sig af snerist í helsi, ţar sem samkeppni varđ ađ einokun, í ţjóđfélagi međ ţrjú hundruđ ţúsund manns ađ höfđatölu.

Á skal ađ ósi stemma, segir máltćkiđ og margt af ţví sem gert hefur veriđ hér á landi mátti sjá fyrir ađ hefđi ýmsar ţćr afleiđingar sem ţjóđin situr nú uppi međ í dag, og nćgir ţar ađ nefna skipan mála í sjávarútvegi ţ.e. núverandi kvótakerfi sem er ónýtt, alveg sama hvernig á ţađ er litiđ.

Minn flokkur Frjálslyndi flokkurinn hefur í heilan áratug barist nýrri skipan mála í sjávarútvegi á Íslandi og mun gera áfram, en gömlu flokkarnir verđa ađ vakna af sínu vitundarleysi til ţess ađ ţoka megi umbreytingum, ţjóđinni til hagsbóta.

kv.gmaria.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband