Sorglegur vitnisburður um ófagleg vinnubrögð fjölmiðla á Íslandi.

Ég hefi oft gagnrýnt fjölmiðla hér á landi og geri enn, og varði fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddsonar á sínum tíma sem mér fannst sannarlega nauðsynlegt og tímabært.

Það er nefnilega þannig að þótt fjölmiðlamenn sjálfir átti sig ekki á því hvernig það skín í gegn í efnistökum og fréttaflutningi hverjum þeir ganga erinda, hverju sinni, þá hefur það sannarlega verið sýnilegt undanfarin ár.

Nægir þar að nefna nær algjöra þöggun um kvótakerfi sjávarútvegs,og gagnrýni á markaðsöflin ýmis konar, meðan þess í stað hefur komið niðurrif á ráðamönnum þjóðarinnar og lögreglu og dómsmálayfirvöldum einkum og sér í lagi um tíma.

Bein afskipti eigenda hefur ekki þurft til, til þess að fréttaflutningur litaðist af, eigendum, það hefur komið af sjálfu sér enda hinn íslenska "húsbóndahollusta" eitthvað sem flokka má einnig sem skort á því að þora að standa og falla með sinni sannfæringu um rétt og rangt, samkvæmt faglegum forsendum í þessu efni.

Sé ekki betur en stjörnur falli af stjörnuhimni Reynis Traustasonar nú um stundir og efni í nýjan rítstjóra sé að finna hjá hinum unga blaðamanni sem þorir að segja sannleikann.

Sannleikurinn mun nefnilega gera yður frjálsan.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is „Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góð . kv .

Georg Eiður Arnarson, 16.12.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er ég sammála þér Guðrún María.

Vel skrifaður pistill og svo satt!

Marta B Helgadóttir, 16.12.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Georg og Marta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.12.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband