Mæliskekkja Hafrannsóknarstofnunar á þorskstofninum hér við land.
Laugardagur, 13. desember 2008
Það er satt best að segja alveg hreint með ólíkindum að sjá menn á sviði vísinda hér á landi, koma fram með ein sannindi eitt árið og annað næsta ár, sem stangast nær hvert á annars horn í raun.
Væri ekki nær að viðurkenna að stofnunin hefur einungis frekar frumstæðar rannsóknaraðferðir til þess að byggja á og óvissan í því sambandi þannig hlutur sem leggja þarf á annars konar mat.
Þessi setning í fréttinni finnst mér alveg hreint dæmigerð fyrir orðagjálfur sem menn setja saman til þess að slá ryki í augu almennings undir formerkjum vísinda.
"Segir á vef Hafrannsóknastofnunar að mæliskekkja í vísitölunni sé heldur hærri en undanfarin ár sem endurspeglar ójafna dreifingu þorsksins þar sem tiltölulega stór hluti af þorskmagninu fékkst á fáum togstöðvum. Lengdardreifing sýnir að fjöldi þorska hefur aukist í öllum stærðarflokkum nema í stærðarflokknum 50-60 cm, en sá stærðarflokkur svarar til árgangsins frá 2004 sem er mjög lélegur. "
Þetta orðaval á síðan að öllum líkindum nú um stundir að nægja stjórnmálamönnum til þess að taka ákvarðanir um að óhætt sé að veiða meira úr stofninum sem sjómenn vissu á síðasta ári.
kv.gmaria.
![]() |
Heildarvísitala þorsks aldrei hærri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þeior auka kvótann auka þeir líka mögulekana til að skuldsetja sjávarútveginn enn meir. Frjálsar krókaveiðar takk.
Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 00:54
Jæja nefndu það bara Siggi, fyrir löngu síðan hefði stofnun sem þessi átt að hafa skoðun til dæmis á brottkasti fiskjar á Íslandsmiðum en þeir hafa komið sér hjá því .
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2008 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.