Stigvaxandi þörf fyrir aðstoð við fjölskyldur í landinu.

Mikill fjöldi fólks kom í dag til Fjölskylduhjálpar Íslands, fyrsta dag úthlutunar jólaaðstoðar fyrir þessi jól.

Ég hefi nú á annað ár aðstoðað hvern miðvikudag við úthlutun, og áður en fjármálahrunið kom til hér á landi var vissulega til staðar neyð fólks í voru samfélagi en aukið atvinnuleysi undanfarna mánuði kemur nú sem stigvaxandi vandi sem þýðir mikla fjölgun fólks sem hefur lítið sem ekki neitt á milli handanna fyrir þessi jól.

Sem betur fer er að finna vilja og skilning margra til þess að leggja sitt af mörkum til aðstoðar og það ber sannarlega að þakka, því hver einasta króna sem inn kemur fer út aftur í formi aðstoðar við fólk í neyð, í sjálfboðavinnu allra sem þar koma að málum., dugmikils fólks sem leggur ómælda vinnu til þess að hjálpa.

Grunnþarfir einstaklingsins eru að hafa í sig og á , og mismunur launa og atvinnuleysisbóta til þess að standa skil af fjárskuldbindingum á tímum óðaverðbólgu er mörgum ofviða.

Sitjandi ráðamenn við stjórn ríkis og sveitarfélaga þurfa að vera að verði til þess að eygja þann vanda sem við blasir í þessu efni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband