Lífið er gleði og lífið er sorg.

Við fögnum og gleðjumst því góða sem hittir okkur fyrir, ásamt því að upplifa það atriði að lífið inniheldur einnig sorg sem hver einstaklingur mætir einhvern tímann á lífsleiðinni, þar sem ættingjar og nánir vinir hverfa af sjónarsviðinu.

Fyrstu jólin eftir missi sinna nánustu eru sár, þar sem óhjákvæmilega vantar hluta af manns lífi sem var.

Mín hugsun er ætið með þeim er þjást einhverra hluta vegna og sorg og missir reynir á í lífi fólks , þar sem mikil orka fer, til þess að takast á við hinar eðlilegu tilfinningar sem maður ber í brjósti gagnvart því að tapa hluta af mannlegum samskiptum, kærleik og hlýju frá þeim sem var hluti af okkar tilveru.

Mín trú reyndist mér haldreipi og var og er það " lyf sem lífsins græða sárin " við erfitt ár upplifunar af sorg í mínu lífi á sínum tíma.

Trúin gaf von og vonin nærði sálina til vissu um að tilgangur mannsins væri af kærleika sprottinn.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Allir menn munu upplifa sorgina eins og gleðina. Dauðinn
er fylgifiskur lifsins. Það vitum við.  En ,,mótlæti, sorg,  er oft það regn
sem boðar komu vorsins" segir kinversk máltæki. Enda stytta öll
él upp um síðir. - En engu að síður og vísa þá í þýzkt máltæki sem
segir ,, þau sár sem blæða inn eru hættulegust" og er þá átt við ást-
vinamissi.

En hugsandi um alla slíka hluti er trúin mikilvægust eins og þú segir.
Auk hennar hefur vissan og pælingin um hið stórkotlega merka lög-
mál sem kallað er Karmalögmálið hjálpað mér mest í því að skilja
samhengi hlutanna. Sérstaklega þegar áföll verða og maður þarf
virkilega að takast á við hlutina og sigra. - Tel raunar að ef fleiri
hefðu þetta merka karmalögmál í huga væri lífið léttbærara hjá
mörgum og að lífið hér í heimi væri fallegra, því það er svo mikilvægt
að reyna að skilja samhengið,  orsök og afleiðingu alls þess sem
gerist.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já þetta er góð hugleiðing frá þér í þessu sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband