Hugmyndir um aðild að ESB, er flótti stjórnmálamanna frá ráðleysi og mistökum.
Mánudagur, 1. desember 2008
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlileg fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í samstarfi sem þjóð meðal þjóða, en á okkar eigin hagsmunagrundvelli sem sjálfstæð þjóð með ákvarðanatöku um eigin mál í okkar landi.
Núverandi fiskveiðistefna Evrópusambandsins er óaðgengileg fyrir okkur, flóknara er það ekki og myndi þýða alvarlegt afsal á eigin sjálfstæði um aldur og ævi til handa komandi kynslóðum þessa lands.
EES samningurinn inniheldur bæði kosti og galla eins og gerist og gengur alla jafna um samninga sem slíka, en framselur þó ekki þann rétt Íslendinga til þess að segja þeim hinum sama samningi upp ef við svo kjósum.
Sú ótrúlega röksemdafærsla sem haldið hefur verið fram á sviði stjórnmála þess efnis að, af þvi að við hefðum samþykkt svo og svo mikið af reglugerðum EES yrðum við að ganga i ESB er hvoru tveggja fáránleg og einungis vitnisburður þess hve hörmulegur afdalagangur á sér stað í íslensku stjórnmálalandslagi og tilraunum manna til þess að slá skjaldborg um sín sjónarmið sem þeir hafa sett á dagskrá.
Það eru ekki hagsmunir alþýðu manna á Íslandi að gerast aðilar að Evrópusambandinu og hafi menn eitthvað að athuga við núverandi fjarlægð við ákvarðanatöku framkvæmdavalds hér á landi , þá er það mjög liklegt að slíkt myndi heyrast fjöllum hærra ef innganga í Esb kæmi til sögu
Íslendingar sníði sér stakk eftir vexti, á eigin forsendum.
Við eigum ekki að ramma okkur inn í tollamúra álfunnar Evrópu þar sem við höfum ekki landamæri að nokkru öðru Evrópulandi, og einungis sökum þess munum við ætíð greiða hærra verð fyrir innflutta framleiðslu eðli máls samkvæmt.
Við eigum ekki að einangra aðrar þjóðir utan Evrópu hvað varðar viðskipti með inngöngu með litlum áhrifum okkar á ákvarðanatöku i krafti smæðar.Þvert á móti eigum við að víkka sjóndeildarhringinn og fara nýjar leiðir í formi samninga um viðskipti með vörur og þjónustu.
Við höfum nefnilega matvælaframleiðslu í okkar farteski ásamt auðlindanýtingu sem er einstök og við þurfum ekki utanaðkomandi aðila til þess að segja okkur hvernig við eigum að nota og nýta, við eigum menntun og þekkingu innanlands til þess hins sama..
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála þér hér.
Halla Rut , 2.12.2008 kl. 15:34
Já takk fyrir það Halla Rut.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.12.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.