Skattkerfið er eina nýtilega stjórntækið, til þess að koma til móts við almenning á tímum sem þessum.
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Það kann ekki góðri lukku að stýra að mínu viti að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar séu, sértækar aðgerðir sem nýtast sumum þjóðfélagsþegnum en ekki öðrum, til dæmis á grundvelli stöðu þess að eiga húsnæði eða leigja húsnæði, ellegar leyfilegrar lántöku til húsnæðiskaupa, annars vegar hjá Íbúðalánasjóði og hins vegar í bönkum.
Mánaðarlegar greiðslur barnabóta nýtast aðeins hluta landsmanna, ekki öllum.
Hvers konar mismunun skyldi aldrei á ferð og síst af öllu í aðstæðum sem nú eru uppi, og einmitt sökum þess er það óskiljanlegt að skattkerfið skuli ekki tekið til skoðunar til dæmis virðisaukaskattur og skattprósenta tekjuskatts og mörk skattleysis.
Ég tel að hreinlega afnám virðisaukaskatts tímabundið, sé atriði sem myndi hvoru tveggja nýtast fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt því að skoða prósentuhlutfall skatta og persónuafsláttar á móti.
Slíkar aðgerðir væru almennar og myndu ganga jafnt yfir alla i stað patentlausna hér og þar sem kunna að leiða til mismununar.
Núllrekstur ríkissjóðs með allt of miklum skattalögum á einstaklinganna í hinu meinta góðæri, fyrir fall bankanna, var glansmynd, þar sem betur hefði verið skipað málum með öðru móti og mildara.
Ríkissjóður mun þurfa að taka á sig byrðar framundan en það skiptir máli að nota skattkerfið til þess að jafna aðgerðir í þágu borgaranna svo mest sem verða má, en jafnramt þarf einnig gefa einu þjóðfélagi svigrúm , þannig að ein kynslóð þurfi ekki að borga niður á skuldir hinnar misviturlegu ráðstafana, á einu bretti.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér þarna Gmaría mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.