Ungur bankamaður frá London í Silfri Egils.

Sjaldan hefi ég hrifist eins mikið af nokkrum manni færa fram eins mikinn sannleika og víðsýni og ungi bankamaðurinn sem kom fram í Silfri Egils, sá sem missti vinnuna í London.

Náði því miður ekki nafni mannsins en sá hinn sami hafði til að bera það atriði að geta horft yfir sviðið og komið á framfæri með samlíkingum ýmsu því sem sannarlega á erindi í íslenskt þjóðfélag á þeim tímamótum sem við upplifum nú.

Ég efast ekki um framtíð okkar þjóðfélags þegar ég heyri og sé menn bera fram þann boðskap sem þarna var að finna.

Hafi hann þakkir fyrir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Maðurinn heitir Gunnar Páll Tryggvason. Gunnar Páll er sonur Tryggva Pálssonar fyrrv. stórbankastjóra. Tryggvi er sonur Páls Ásgeirs Tryggvasonar (sendiherra). Páll Ásgeir var sonur Tryggva Ófeigssonar, stórskipstjóra og útgerðarmanns. Tryggvi var sonur ... Læt þetta duga. Strákurinn stóð sig ágætlega eins og hann á kyn til.

Jóhann G. Frímann, 24.11.2008 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband