Eðlileg viðbrögð stjórnarandstöðuflokkanna við misvísandi skilaboðum ráðherra ríkisstjórnar.

Það þarf engum að koma á óvart að slík tillaga komi fram nú af hálfu stjórnarnandstöðu, miðað við yfirlýsingar tveggja ráðherra Samfylkingar nýlega um kosningar sem fyrst.

Það atriði að slík tillaga efli samstarf innan ríkisstjórnar kann að vera rétt, en varla ætti slíkt að þurfa að koma til ef á annað borð er eining í samstarfinu.

Ráðherrar sem lýsa yfir vilja til þess að boða til kosninga taka ekki eigin ríkisstjórnarþáttöku alvarlega, flóknara er það ekki.

kv.gmaria.

 


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt það er vandlifað, er sammála þér með það að VG með sína þröngsýnis stokka og steina málamyndaumhverfisvernd er þar ekki upp á marga fiska.

Verði vantrausttillagan til þess að koma mönnum að efninu við stjórn landsins án kattaþvotta eða smjörklípuaðferða þá er betur af stað farið en heima setið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.11.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband